Önnur stærsta eyja Grikklands logar

Miklir þurrkar hafa verið á Evia og um helgina fór …
Miklir þurrkar hafa verið á Evia og um helgina fór hitinn upp í 40 gráður, auk þess sem vindasamt var á eyjunni. AFP

Miklir skógareldar breiðast hratt út á grísku eyjunni Evia, en eldarnir kviknuðu í fyrrinótt. Hundruðum íbúa í nokkrum þorpum hefur verið gert að flýja heimili sín. Miklir þurrkar hafa verið á Evia og um helgina fór hitinn upp í 40 gráður, auk þess sem vindasamt var á eyjunni. 

„Þetta er stærðarinnar vistfræðileg hörmung,“ segir starfandi ríkisstjóri á eyjunni, Kostas Bakoyannis. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur frestað sumarfríi sínu á Krít sökum ástandsins. Hann þakkar slökkviliðsmönnum fyrir að leggja sig alla fram við slökkvistarfið. 

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur frestað sumarfríi sínu á Krít …
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, hefur frestað sumarfríi sínu á Krít sökum ástandsins. Hann þakkar slökkviliðsmönnum fyrir að leggja sig alla fram við slökkvistarfið. AFP

Yfir 200 slökkviliðsmenn berjast við eldana og eru 75 slökkvibílar, sjö flugvélar og níu þyrlur notuð við slökkvistarf. Yfirvöld á Grikklandi hafa óskað eftir aðstoð frá öðrum Evrópusambandsríkjum og von er á liðsauka frá Ítalíu og Spáni í dag. 

Evia er önnur stærsta eyja Grikklands og er í um 110 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Aþenu. Reykur hefur borist til höfuðborgarinnar. 

Miklir skógareldar urðu á Grikklandi í fyrrasumar þegar 100 manns létu lífið.

Hundruðum íbúa í nokkrum þorpum hefur verið gert að flýja …
Hundruðum íbúa í nokkrum þorpum hefur verið gert að flýja heimili sín. AFP
Yfir 200 slökkviliðsmenn berjast við eldana og eru 75 slökkvibílar, …
Yfir 200 slökkviliðsmenn berjast við eldana og eru 75 slökkvibílar, sjö flugvélar og níu þyrlur notuð við slökkvistarf. AFP
Flugvélar eru notaðar til að reyna að ná tökum á …
Flugvélar eru notaðar til að reyna að ná tökum á miklum skógareldum á grísku eyjunni Evia, norðaustan við Aþenu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert