Vilja herða landamæraeftirlit að Svíþjóð

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, er opin fyrir þeim möguleika að herða á eftirliti á landalandamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnvalda vegna árásarinnar á skrifstofu danska skattsins í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Sænskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins og annar Svíi er eftirlýstur.

 „Þetta má ekki verða daglegt brauð í Danmörku. Við megum ekki venjast þessu,“ sagði Frederiksen í samtali við danska ríkisútvarpið, DR. Nefndi hún sérstaklega fjölgun almennra öryggismyndavéla og sérstakra myndavéla sem greina skráningarnúmer bifreiða.

Frederiksen sagði einnig að herða mætti skilríkjaeftirlit á landamærunum, en sagði þó að það mætti ekki beinast að fólki sem flakkar daglega milli Malmö í Svíþjóð og Kaupmannahafnar vegna vinnu. Aðeins 40 kílómetrar eru milli borganna, beggja vegna Eyrarsunds og tekur lestarferð þar á milli 40 mínútur. „Markmiðið er að stöðva glæpamenn, og þeir ferðast ekki mikið með lestum,“ sagði Frederiksen.

Óreglulegt landamæraeftirlit hefur verið milli landamæra Svíþjóðar og Danmerkur frá árinu 2015. Eft­ir­litið er háð und­anþágu frá reglu­verki Schengen-sam­starfs­ins og aðeins end­ur­nýjað til sex mánaða í senn. Dan­ir hafa á síðustu árum, ásamt fleiri ríkj­um, nýtt sér und­anþág­una vegna meints flótta­manna­vanda, en hún er aðeins ætluð til brúks vegna tíma­bund­inn­ar ógn­ar og seg­ir í lög­um Evr­ópu­sam­band­ins að hana skuli aðeins nýta sem neyðarúr­ræði.

Hafa marg­ir velt fyr­ir sér hvort sú neyð sé enn til staðar í ljósi mik­ill­ar fækk­un­ar í komu flótta­fólks til álf­unn­ar á und­an­förn­um miss­er­um, frá því sem mest lét árið 2015.

Eyrarsundsbrúin tengir saman Danmörku og Svíþjóð.
Eyrarsundsbrúin tengir saman Danmörku og Svíþjóð. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...