70 ár fyrir að brennimerkja kærustuna

David Shawn Minze er „góðkunningi“ lögreglunnar í Texas-ríki.
David Shawn Minze er „góðkunningi“ lögreglunnar í Texas-ríki. Ljósmynd/Twitter

Karlmaður frá Texas-ríki í Bandaríkjunum var dæmdur til 70 ára fangelsisvistar á miðvikudaginn eftir að kviðdómur hafði sakfellt hann fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn hitaði beltissylgju sína og notaði hana til að brennimerkja kærustu sína.

Fréttastofa ABC greinir frá.

Saksóknarar í Parker-sýslu í Texas-ríki sögðu greindu fjölmiðlum frá því að í desember á síðasta ári hafi maðurinn, David Shawn Minze sem er 39 ára gamall, notað kveikjara til að hita upp beltissylgju sína sem var í laginu eins og bókstafurinn „S“ og svo brennimerkt þáverandi kærustu sína með henni. Hún sakaði hann einnig um að hafa reynt að kyrkja og kæfa sig með kodda.

Minze er síafbrotamaður og það kann að hafa átt þátt í þungu refsingunni sem hann hlaut að þessu sinni. Hann hefur sex sinnum áður verið dæmdur fyrir alvarleg brot og þar á meðal líkamsárás gegn sömu konu.

Verjendur Minze segja að hann muni áfrýja bæði sakfellingunni og refsingunni.

S-ið stendur fyrir Shawn en það vill David Shawn Minze …
S-ið stendur fyrir Shawn en það vill David Shawn Minze láta kalla sig. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is