Kim fylgdist með enn einu skotinu

Kátt á hjalla. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu fylgist með eldflaugatilrauninni …
Kátt á hjalla. Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu fylgist með eldflaugatilrauninni í gær. AFP

Norður-Kóreumenn skutu að eigin sögn „nýju vopni“ á loft í gær og fylgdist leiðtogi ríkisins Kim Jong-un með því sem fram fór. Um er að ræða sjöttu eldflaugatilraun ríkisins frá því í júlí.

Ríkisfréttaveitan KCNA greindi frá því í dag að leiðtoginn hefði verið „gríðarlega ánægður“ með hvernig til tókst og heitir hann því að byggja upp „ósigrandi hernaðarmátt sem enginn þorir að ögra,“ samkvæmt endursögn breska blaðsins Guardian.

Eldflaugatilraunir ríkisins eru að sögn sérfræðinga hugsaðar til þess að þrýsta á Bandaríkjamenn og nágrannana í Suður-Kóreu um að setja aukinn kraft í viðræðum um kjarnorkumál og sömuleiðis til þess að hætta við sameiginlega heræfingu ríkjanna við Kóruskagann á næstunni.

Samkvæmt suður-kóreska hernum enduðu tvö flugskeyti frá Norður-Kóreu í hafinu á milli Kóreuskaga og Japan í dag.

Mynd af eldflaugaskotinu sem norður-kóresk stjórnvöld hafa dreift á fréttaveitur …
Mynd af eldflaugaskotinu sem norður-kóresk stjórnvöld hafa dreift á fréttaveitur heimsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert