Skotinn til bana vegna samloku

Vitni segja að morðinginn hafi misst stjórn á skapi sínu, …
Vitni segja að morðinginn hafi misst stjórn á skapi sínu, dregið upp skammbyssu sína og skotið þjóninn sökum þess að samloka sem hann hafði pantað „kom ekki nógu fljótt.“ Mynd úr safni.

Þjónn á veitingastað í úthverfi Parísar var skotinn til bana af reiðum viðskiptavini í gærkvöldi. Þessi banvæna reiði stafaði af bið eftir samloku, samkvæmt heimildarmönnum AFP-fréttaveitunnar sem þekkja til málsins.

Morðið átti sér stað í Noisy-le-Grand austan við París. Vitni segja að morðinginn hafi misst stjórn á skapi sínu, dregið upp skammbyssu sína og skotið þjóninn sökum þess að samloka sem hann hafði pantað „kom ekki nógu fljótt.“

Þjónninn var 28 ára gamall og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.

Árásarmaðurinn flúði vettvang og lögregla rannsakar málið, en ekki kemur fram í frétt AFP hvort hann hafi náðst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert