Handtekinn eftir birtingu myndskeiðs

AFP

Lögreglan í Ohio handtók tvítugan mann sem talið var að ætlaði að gera árás á samkomuhús gyðinga í bænum Youngstown, norður af Pittsburgh.

Maðurinn, James Reardon, hafði birt myndskeið á Instagram af manni að skjóta úr byssu og myndin var merkt samkomuhúsinu í bænum. 11 létust í skotárás í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. 

Reardon var handtekinn í New Middletown, skammt frá Youngstown, á laugardag og verður hann leiddur fyrir dómara í dag. Að sögn lögreglu fannst áróður öfgamanna sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins á heimili Reardon ásamt skotvopnum. 

Frétt NYT

Frétt BBC

mbl.is