Lögreglan í Stokkhólmi skaut mann

AFP

Lögreglan í Stokkhólmi særði mann sem talið er að hafi ætlað að fremja morð í gærkvöldi. Nágrannar óskuðu eftir aðstoð lögreglu vegna hávaða og deilna sem heyrðust frá íbúð í fjölbýlishúsi í Stora Essingen-hverfinu á níunda tímanum í gærkvöldi. 

Samkvæmt frétt Aftonbladet hafði maðurinn lokað sig inni í íbúðinni þegar lögreglan kom á vettvang og neitaði að koma fram. Tveir aðrir sem voru í íbúðinni náðu að forða sér undan manninum. Eftir tæplega þriggja tíma umsátur skaut lögreglan manninn og var hann fluttur á sjúkrahús skömmu síðar. Samkvæmt frétt blaðsins særðist hann á fæti en lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Einungis að ekki sé um lífshættulegan áverka að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert