Sneri 30 ára dómi við

Evelyn Hernandez, í miðjunni, ásamt lögmönnum sínum eftir að dómurinn …
Evelyn Hernandez, í miðjunni, ásamt lögmönnum sínum eftir að dómurinn féll. AFP

Áfrýjunardómstóll í El Salvador hefur sýknað 21 árs konu, fórnarlamb nauðgunar, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir manndráp eftir að hún fæddi barn inni á salerni.

Hún sagði barnið hafa fæðst andvana en saksóknarar vildu meina að um þungunarrof hafi verið að ræða. Löggjöf um þungunarrof er óvíða harðari en í El Salvador.

Dómstóll í höfuðborginni San Salvador sneri dómi undirdómstóls frá árinu 2017 því við.

Kon­an, Evelyn Beatríz Her­nández Cruz, hafði setið af sér tæp­lega þrjú ár af 30 ára dómi þegar hún var lát­in laus úr fang­elsi í fe­brú­ar á þessu ári eft­ir að áfrýj­un­ar­dóm­stóll úr­sk­urðaði að réttað skyldi í mál­inu á ný. 

AFP
AFP
mbl.is