Átta ára í bíltúr á hraðbrautinni

Móðir drengsins gerði lögreglu viðvart kl. 00:25 að staðartíma um …
Móðir drengsins gerði lögreglu viðvart kl. 00:25 að staðartíma um að sonur hennar hefði tekið sjálfskipta bifreið fjölskyldunnar af gerðinni Volkswagen Golf. Ljósmynd/Scott Hewitt

Átta ára gamall drengur stal bíl foreldra sinna síðastliðna nótt og keyrði á 140 km hraða á klukkustund á þýskri hraðbraut áður en hann fannst óhultur úti í vegkanti.

Móðir drengsins gerði lögreglu viðvart kl. 00:25 að staðartíma um að sonur hennar hefði tekið sjálfskipta bifreið fjölskyldunnar af gerðinni Volkswagen Golf og keyrt í burtu frá heimili þeirra í borginni Soest.

Drengurinn hafði áður fengið að aka bifreiðum á einkalóðum, auk þess sem hann er vanur gokart-ökumaður, enda kunni hann vel til verka og hafði sett hættuljósin á og staðsett viðvörunarþríhyrninginn aftan við bifreiðina þegar móðir hans fann hann skammt frá hraðbrautinni á leið til Dortmund kl. 01:15.

Að sögn lögreglu hafði drengurinn ákvað að stöðva bifreiðina eftir að hann varð bílveikur. Þegar að honum var komið náði hann að stynja upp „Mig langaði bara að keyra aðeins,“ áður en hann brast í grát.

Frétt BBC

mbl.is