Sakar gyðinga um ótryggð

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. AFP

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að bandarískir gyðingar sem kjósi Demókrataflokkinn sýni annaðhvort algjöran þekkingarskort eða ótryggð (e. great disloyalty). Ummæli forsetans hafa vakið mikla gagnrýni þar sem hann notar klisju rasista sem saka gyðinga um tvöfeldni (e. dual loyalty).

Þingkonurnar Rashida Tlaib og Ilhan Omar.
Þingkonurnar Rashida Tlaib og Ilhan Omar. AFP

Ráð gyðinga innan Demókrataflokksins, Jewish Democratic Council of America, segir að forsetinn sé að reyna að nýta sér gyðingahatur í pólitískum tilgangi. Ummælin féllu í kjölfar árása Trumps á tvær þingkonur demókrata en Trump hefur ítrekað sakað þær Ilhan Omar og Rashida Tlaib um gyðingahatur.

Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og þátttakandi í forvali demókrata, er gyðingur …
Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður og þátttakandi í forvali demókrata, er gyðingur og segist vera stoltur af því. AFP

Vegna þrýstings frá Trump synjuðu stjórnvöld í Ísrael Omar og Tlaib um heimild til að koma til landsins. Konurnar hafa báðar gagnrýnt ríkisstjórn Ísraels og ætluðu að heimsækja bæði Vesturbakkann og Austur-Jerúsalem. Stjórnvöld í Ísrael ákváðu síðan að heimila Tlaib að heimsækja ömmu hennar sem býr á Vesturbakkanum en Tlaib neitaði að fallast á skilyrði stjórnvalda. 

Nýlegar skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti bandarískra gyðinga lítur á sig sem demókrata. 

Frétt BBC

Frétt CNN

Frétt New York Times

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert