Vonast eftir samningi innan 30 daga

Angela Merkel og Boris Johnson.
Angela Merkel og Boris Johnson. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vonast til að nýtt samkomulag um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, geti náðst innan þrjátíu daga.

Nýja samkomulagið myndi fela í sér aðra lausn en þá sem lögð hefur verið fram varðandi landamæri Norður-Írlands og Írlands.

„Kannski getum við gert þetta innan þrjátíu daga, hvers vegna ekki?” sagði Merkel á blaðamannafundi í Berlín með breska forsætisráðherranum Boris Johnson.

Johnson kvaðst vera „meira en ánægður” með þennan „frábæra tímaramma”. Hann fór þess ný­lega á leit við Evr­ópu­sam­bandið enn á ný að varnagl­inn um landa­mærin yrði tek­inn út úr út­göngu­samn­ingn­um en þeim ósk­um hef­ur ekki verið mætt.

Að öllu óbreyttu fara Bret­ar út úr Evr­ópu­sam­band­inu 31. októ­ber án samn­ings.

AFP
mbl.is