Baulað á umhverfisráðherra Brasilíu

Ricardo Salles er staddur á loftslagsviku latnesku Ameríku og Karíbahafsins …
Ricardo Salles er staddur á loftslagsviku latnesku Ameríku og Karíbahafsins í brasilísku borginni Salvador. AFP

Kallað var frammi í fyrir og baulað á umhverfisráðherra Brasilíu á fundi af tilefni loftslagsviku latnesku Ameríku og Karíbahafsins í brasilísku borginni Salvador í gær. „Amazon-svæðið brennur!“ kallaði einn fundargesta þegar Ricardo Salles steig í ræðustól.

Gögn úr gervihnattamyndum Geimrannsóknarstofnunar Brasilíu sýna að 85% aukning hafi orðið á skógareldum í landinu það sem af er ári.

Náttúruverndarsinnar kenna stjórnvöldum um aukninguna og segja Jair Bolsonero forseta hvetja til aukinnar landnotkunar skógarhöggsmanna og bænda og flýti þannig fyrir skógareyðingu Amazon-regnskógarins.

Bolsonaro segir að verið sé að rannsaka upptök eldanna og ríkisstjórnina skorti úrræði til að ráða niðurlögum eldanna. Hann neitar því jafnframt að hafa kennt náttúruverndarsamtökum um að hafa kveikt eldanna, þrátt fyrir fyrri aðdróttanir hans þess efnis.

Í umfjöllun BBC segir að Amazon, stærsti regnskógur heims, gegni gríðarlega mikilvægu hlutverki kolefnisbindingar, sem hægi á loftslagsbreytingum.

mbl.is