Mannskæður eldsvoði í París

Eldur kom upp í einni af byggingum Henri Mondor-sjúkra­hús­sins í …
Eldur kom upp í einni af byggingum Henri Mondor-sjúkra­hús­sins í Creteil, út­hverfi suðaust­ur af Par­ís­ar­borg, í nótt. AFP

Kona lést og nokkrir slösuðust þegar eldur kom upp á sjúkrahúsi í úthverfi Parísar, Creteil, í nótt.  

Eldurinn breiddist hratt út í byggingunni sem er á tíu hæðum. Í byggingunni eru engar sjúkrastofur en þær eru í nærliggjandi byggingum. Sjúkrahúsið er vel þekkt en þar var meðal annars gerð fyrsta and­litságræðslan í heiminum árið 2010. 

Um 100 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í rúmar tvær klukkustundir og náðu að bjarga tíu manns sem lokuðust inni í brennandi húsinu. Meðal þeirra sem slösuðust eru tveir slökkviliðsmenn en þeir eru mjög alvarlega slasaðir að sögn lögreglu. Alls var 50 manns bjargað úr byggingunni. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert