Mannskæður eldsvoði í París

Eldur kom upp í einni af byggingum Henri Mondor-sjúkra­hús­sins í ...
Eldur kom upp í einni af byggingum Henri Mondor-sjúkra­hús­sins í Creteil, út­hverfi suðaust­ur af Par­ís­ar­borg, í nótt. AFP

Kona lést og nokkrir slösuðust þegar eldur kom upp á sjúkrahúsi í úthverfi Parísar, Creteil, í nótt.  

Eldurinn breiddist hratt út í byggingunni sem er á tíu hæðum. Í byggingunni eru engar sjúkrastofur en þær eru í nærliggjandi byggingum. Sjúkrahúsið er vel þekkt en þar var meðal annars gerð fyrsta and­litságræðslan í heiminum árið 2010. 

Um 100 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í rúmar tvær klukkustundir og náðu að bjarga tíu manns sem lokuðust inni í brennandi húsinu. Meðal þeirra sem slösuðust eru tveir slökkviliðsmenn en þeir eru mjög alvarlega slasaðir að sögn lögreglu. Alls var 50 manns bjargað úr byggingunni. 

AFP
mbl.is