Merkel veitir Johnson 70 daga frest

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er tilbúin að veita Bretum frest til 31. október til að ná samkomulagi um nýtt samkomulag um brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Það er 40 dögum lengri frestur en Merkel sagðist vera tilbúin að veita í gær. 

Ný lausn varðandi landamæri Norður-Írlands og Írlands er helsta ákvæðið sem nýr samningur þarf að innihalda. 

„Kannski get­um við gert þetta inn­an þrjá­tíu daga, hvers vegna ekki?” sagði Merkel á blaðamanna­fundi í Berlín með breska for­sæt­is­ráðherr­an­um Bor­is John­son í gær. 

Merkel hefur hins vegar skipt um skoðun. „Þetta snýst ekki um 30 daga heldur er fresturinn tákn um það sem hægt er að gera á stuttum tíma,“ sagði Merkel á blaðamannafundi með Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í Haag í dag. 

31. október er einmitt dagurinn sem Bretar fara úr Evrópusambandinu og að öllu óbreyttu verður það án samnings.

mbl.is