Pompeo hringdi í Kofod

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, hringdi í starfsbróður sinn í Danmörku, Jeppe Kofod, í gær og ítrekaði í samtalinu gott samstarf þjóðanna. Kofod segir að samtal þeirra hafi verið heiðarlegt og gott.

Ráðherrarnir ræddu saman eftir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði forsætisráðherra Danmerkur illgjarnan þar sem hann tók illa í hugmyndir Trumps um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafði áður sagt hugmyndir Trumps fjarstæðukenndar. Hún segir að það hafi valdið vonbrigðum og eins hafi hún orðið undrandi þegar hann hafi aflýst heimsókn til Danmerkur. 

Frétt danska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert