Minnsta kosti 15 kg af sprengiefni

Sprengingin var gríðarlega öflug.
Sprengingin var gríðarlega öflug. AFP

Talið er að 15-20 kg af sprengiefni hafi verið í sprengjunni sem sprakk við Ådalagatan í Linköping í byrjun júní, að sögn sænsku lögreglunnar. Talið er að sprengjunni hafi verið komið fyrir í boxi reiðhjóls. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins í morgun.

Alls særðust 25 í sprengjutilræðinu og þurftu fleiri tugir íbúa að yfirgefa heimili sín við götuna. Sprengjutilræðum hefur fjölgað mjög í Svíþjóð undanfarin tvö ár. Mesta mildi þykir að enginn særðist alvarlega í tilræðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert