Fordæma framgöngu mótmælenda

Það kom til harðra átaka milli lögreglu og mótmælenda í …
Það kom til harðra átaka milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong í dag. AFP

Stjórnvöld í Hong Kong fordæmdu í dag skemmdarverk og ofbeldi sem þau segja framin af mótmælendum, en lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum, að því er segir í umfjöllun South China Morning Post.

Mótmælin hófust síðdegis að staðartíma í iðnaðarhverfinu Kwun Tong og náðu til fleiri hverfa. Hafa aðgerðir mótmælenda staðið fram á nótt

Enn er deilt um framsalsfrumvarpð ríkisstjóra Hong Kong, Carrie Lam, …
Enn er deilt um framsalsfrumvarpð ríkisstjóra Hong Kong, Carrie Lam, sem myndi heimila framsal einstaklinga til Kína. AFP

Köstuðu mótmælendur meðal annars múrsteinum, bensínsprengjum og ætandi efnum að lögreglu sem skaut pipar boltum, táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur. Hafa 28 verið handteknir og á meðal þeirra einn skipuleggjandi mótmæla sem höfði hlotið samþykkt yfirvalda.

Fram kemur í umfjöllun Hong Kong Free Press að mótmælendur í Kwun Tong hafi umkringt Ngau Tau Kok-lögreglustöðina og hafið að taka í sundur staura sem geyma eftirlitsmyndavélar lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert