Kim fylgdist með eldflaugaskoti

AFP

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, fylgdist með tilraunaskotum á langdrægum eldflaugum í kvöld en í gær var skotið á loft nokkrum skammdrægum flaugum frá Norður-Kóreu.

Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hefur eftir Kim að um frábært vopn sé að ræða. Kim segir að landið verði að halda áfram að þróa vopnakerfi sín til þess að vera viðbúið ef ógn steðjar að. 

mbl.is