Segist aldrei hafa séð neitt ósæmilegt

Andrew prins átti vingott við auðkýf­inginn og barn­aníðinginn Jef­frey Ep­stein
Andrew prins átti vingott við auðkýf­inginn og barn­aníðinginn Jef­frey Ep­stein AFP

Andrew Bretaprins fullyrðir að hann hafi aldrei orðið vitni að ósæmilegri hegðun auðkýf­ings­ins og barn­aníðings­ins Jef­frey Ep­stein sem leiddi til handtöku þess síðarnefnda á meðan vinskap þeirra stóð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. 

Andrew viðurkennir að hafa hitt Epstein eftir að hann var látinn laus úr fangelsi árið 2010. „Það voru mistök að hitta hann eftir að hann var látinn laus árið 2010,“ segir hann. Ep­stein var sakfelldur fyrir kynferðisbrot og sat í fangelsi í 13 mánuði en var laus allra mála árið 2010.  

Ep­stein fannst lát­inn í fanga­klefa sín­um 10. ág­úst en hann beið rétt­ar­halda þar sem hann var meðal ann­ars ákærður fyr­ir kyn­ferðis­legt of­beldi gagn­vart barni og kyn­lífsm­an­sal á börn­um.

„Aldrei í þann afmarkaða tíma sem ég hitti hann varð ég vitni að hegðun eða hafði grun um slíka hegðun sem leiddi til handtöku hans og sakfellingu,“ segir hann ennfremur. Andrew hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að myndband af honum þiggja fót­anudd frá ungri konu í íbúð Ep­stein í New York hefur verið birt.

Hann segist jafnframt finna til með fórnarlömbum Epstein. Markmið tilkynningarinnar hafi verið að „skýra ákveðna þætti“ varðandi vinskap sinn við Epstein, að sögn Andrew.  

   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert