Trump dásamar Frederiksen

„Hún er yndisleg kona,“ sagði Trump við blaðamenn.
„Hún er yndisleg kona,“ sagði Trump við blaðamenn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist tilbúinn að grafa stríðsöxina eftir að hafa fengið símtal frá Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. 

Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aflýst heimsókn sinni til Danmerkur og kallað Frederiksen „andstyggilega“ vegna áhugaleysis hennar á að ræða möguleg kaup Bandaríkjanna á Grænlandi hefur Trump ekkert nema gott um Frederiksen að segja.

„Hún er yndisleg kona,“ sagði Trump við blaðamenn rétt áður en hann steig upp í flugvél á leið sinni til Frakklands á fund G7-ríkjanna.

Frederiksen sló á þráðinn til Trump í gær og segir Trump þau hafa átt frábært samtal. „Við eigum gott samband við Danmörku og ákváðum að ræða nánar saman síðar. Hún var mjög indæl. Hún hringdi og ég kann mjög að meta það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert