Flugi aflýst vegna fyrirhugaðra verkfalla

Flugmenn British Airways hafa boðað verkfall 9., 10. og 27. …
Flugmenn British Airways hafa boðað verkfall 9., 10. og 27. september vegna kjaramála. AFP

Fyrirhugað þriggja daga verkfall flugmanna hjá flugfélaginu British Airways í september hefur þau áhrif að flugferðir falla niður í að minnsta kosti fimm daga. Verkfall hefur verið boðað 9., 10. og 27. september vegna kjaramála. BBC greinir frá.

Þrátt fyrir að fyrirhugað verkfall verði mánudaginn 9. og 10 september hefur þeim farþegum sem eiga bókað flug frá 8. til 12. september bent á að flugi þeirra hafi verið aflýst og þeim bent á að bóka nýtt flug eða að fá endurgreitt.

Einn flugfarþegi sem á bókað flug 25. september var greint frá því að flugi hans hafi verið aflýst. Aðrir viðskiptavinir flugfélagsins segjast ekki hafa náð sambandi við félagið á vefsíðu þess til að gera viðeigandi ráðstafanir.

Í gærkvöldi og í morgun fengu flugfarþegar tölvupóst með þeim upplýsingum að flugi þeirra hefði verið aflýst. Þar greindi flugfélagið frá því að fyrirséð væri að þetta hefði áhrif á fleiri flug en eingöngu þau sem væru á þessum tilteknu verkfallsdögum. Ástæðan væri meðal annars sú að allar aðgerðir sem snertu flug væru „flóknar“. 

mbl.is