Laug til um árás leyniskyttu

Angel Reinosa hefur verið leystur frá störfum og sætir nú …
Angel Reinosa hefur verið leystur frá störfum og sætir nú rannsóknar vegna glæpsamlegs atviks. AFP

Lögreglumaður í Los Angeles, sem tilkynnti að hann hefði orðið fyrir árás leyniskyttu og setti af stað stórtæka leitaraðgerð að meintri skyttu, reyndist sjálfur hafa skorið göt á einkennisbúning sinn.

Yfirvöld í Los Angeles segja manninn hafa búið atburðarásina til, en hann hringdi og sagðist hafa orðið fyrir skotárás sem líklega kæmi úr íbúðarglugga.

Angel Reinosa hefur verið leystur frá störfum og sætir nú rannsóknar vegna glæpsamlegs atviks.

Eins og áður segir setti lögreglan af stað mikla leit að meintri leyniskyttu og var sérstök áhersla lögð á íbúðablokkina sem Reinosa hafði bent á. Svæðinu í kringum bygginguna var lokað og sérsveit leitaði alla nóttina að skyttunni.

Reinosa var fluttur á sjúkrahús og í yfirlýsingu frá yfirlögregluþjóni sagði að hann hefði það gott og að skotsárið væri minniháttar. Það var hins vegar eitthvað sem ekki kom heim og saman, enda hafði Reinosa engu skotsári að skarta.

Hann viðurkenndi fljótlega að hafa búið alla atburðarásina, en ekki hefur komið fram hvers vegna það tók lögreglu og yfirvöld svo langan tíma að leggja saman tvo og tvo úr því að Reinosa var ómeiddur. „Það var margt sem kom ekki heim og saman,“ segir lögreglustjórinn.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert