Lögreglumaður laug til um leyniskyttu

AFP

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni í Los Angeles í liðinni viku vegna leyniskyttu sem skaut lögreglumann. En nú hefur komið í ljós að lögreglumaðurinn laug og að sögn yfirvalda notaði hann hníf til þess að gera göt á búning sinn og hringdi síðan í neyðarlínuna og tilkynnti að skotið hafi verið á hann af leyniskyttu.

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu þar sem leyniskyttunnar var leitað en að sögn lögreglumannsins, Angel Reinosa, hæfði leyniskyttan hann í öxlina. Hann hefur nú verið leystur frá störfum og á yfir höfði sér ákæru. 

Reinosa var fluttur á sjúkrahús og sagði aðalvarðstjóri í Los Angeles við fréttamenn á þeim tíma að áverkarnir væru aðeins minniháttar og búið væri að gera að sárum hans. En vandamálið er aðeins það að hann var ekki með neina áverka. Því hann notaði hnífinn aðeins til þess að gera göt á búninginn ekki til að meiða sig.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert