Sjö fórust í flugslysi á Mallorca

AFP

Sjö létust, þar á meðal tvö börn, þegar þyrla og lítil flugvél rákust saman á spænsku eyjunni Mallorca í dag.

Flugslysið átti sér stað yfir bænum Inca klukkan 13:35 að staðartíma. Allir um borð, tveir í flugvélinni og fimm í þyrlunni, létust. Að sögn talsmanns yfirvalda voru hjón með tvö börn farþegar í þyrlunni en auk þeirra fórst flugmaðurinn.

Þyrlan var skráð í Þýskalandi en þjóðerni fólksins um borð hefur ekki verið gefið upp. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert