8.600 hermenn áfram í Afganistan

Trump í viðtali við útvarpsmann Fox News, Sean Hannity á …
Trump í viðtali við útvarpsmann Fox News, Sean Hannity á síðasta ári. AFP

Bandarískum hermönnum í Afganistan verður fækkað í 8.600 ef friðarsamningur næst við talibana.

Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í samtali við útvarpsstöð Fox News. Hann bætti við að herinn verði í landinu til frambúðar.

„Við ætlum að fækka niður í 8.600 og síðan tökum við ákvörðun eftir það. Við ætlum alltaf að vera með viðveru þarna.”

Trump bætti við að ef árás verði gerð á Bandaríkin sem eigi uppruna sinn í Afganistan „myndum við svara því með meira afli en nokkru sinni fyrr.” Bandaríkin sendu herlið til Afganistan eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert