Íbúar á Bahama búa sig undir Dorian

Búið er að tæma hillur verslana.
Búið er að tæma hillur verslana. mbl.is/Lynda Wells

Samkvæmt veðurspám mun fellibylurinn Dorian skella á norðanverðum Bahamaeyjum af fullum krafti í dag og staldra þar við í meira en sólarhring. Dorian er orðinn að fimmta stigs fellibyl að mati bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar, NHC, og mun vindstyrkur ná allt að 74 metrum á sekúndu. 

Á Grand Bahama er und­ir­bún­ing­ur að ná há­marki, en þrátt fyr­ir að íbú­ar séu flestu van­ir þegar ofsa­veður og felli­byljir eru annars vegar er reiknað með að Dori­an verði versti byl­ur í sögu eyj­ar­inn­ar.

Emm­anu­el Smith á veit­ingastað á eyj­unni en hann hef­ur margoft komið til Íslands og á hér fjölda vina. „Við erum að búa okk­ur und­ir gjör­eyðilegg­ingu. Venju­lega fer felli­byl­ur yfir á nokkr­um klukku­stund­um en sam­kvæmt spám mun hann vera hér í tvo sól­ar­hringa. Það er verið að loka öllu, byrgja allt og koma því í skjól sem hægt er. Svo er bara að bíða, vona og biðja,“ seg­ir Emm­anu­el.

Emmanuel Smith er mikill Íslandsvinur og þessi mynd var tekin …
Emmanuel Smith er mikill Íslandsvinur og þessi mynd var tekin þegar hann var hér á landi í fyrra. mbl.is/

Viðvörun um fellibylinn hefur verið gefin út á norðvesturhluta Bahamaeyja. „Drífa þarf í því að undirbúa aðgerðir til þess að vernda líf og eignir,“ segir í tilkynningu frá fárviðrismiðstöð Bahamaeyja. 

Biðin er oft verst.
Biðin er oft verst. mbl.is/Lyndah Wells
Nú þegar eru eyjarnar farnar að finna fyrir vindum og regni frá yfirvofandi fellibyl sem er af stærðargráðu fimm líkt og fyrr segir. Aðstæður munu einungis versna meðan Dorian staldrar við á Bahamaeyjum en eins og áður segir benda spár til þess að hann muni staldra þar við í meira en sólarhring. 
Búið er að loka flugvellinum og aflýsa öllum flugferðum.
Búið er að loka flugvellinum og aflýsa öllum flugferðum. mbl.is/Lyndah Wells
Búist er við að fellibylurinn hafi í för með sér sjávarflóð sem munu hækka yfirborð vatns um 5-6 metra. 
Verið er að byrgja fyrir glugga eftir bestu getu.
Verið er að byrgja fyrir glugga eftir bestu getu. mbl.is/Lyndah Wells
Enn er óvíst hvort eða hvenær fellibylurinn skellur á Bandaríkjunum. Ef hann nær ekki til Bandaríkjanna mun hann þó að öllum líkindum hafa þar mikil áhrif vegna veðurofsans sem honum fylgir þótt fjarlægðin á milli hans og Bandaríkjanna verði líklega einhver. 

Öllum flugvélum á eyjunni verður flogið burt á næstu klukkustundum.
Öllum flugvélum á eyjunni verður flogið burt á næstu klukkustundum. mbl.is/Lyndah Wells
Íbúar byrgja sig upp af bensíni en óvíst er hvenær …
Íbúar byrgja sig upp af bensíni en óvíst er hvenær allt kemst í samt lag á ný. Venjulega tekur það margar vikur. mbl.is/Lyndah Wells
Fylgst með fréttum.
Fylgst með fréttum. mbl.is/Lyndah Wells
mbl.is/Lyndah Wells
Pelican Bay hótelið sem margir Íslendingar hafa heimsótt. Nú er …
Pelican Bay hótelið sem margir Íslendingar hafa heimsótt. Nú er búið að byrgja alla glugga og undirbúa það eins vel og hægt er. mbl.is/Lyndah Wells
Ferðagashellur rjúka út enda verður eyjan að öllum líkindum vatns- …
Ferðagashellur rjúka út enda verður eyjan að öllum líkindum vatns- og rafmagnslaus næstu vikur. mbl.is/Lyndah Wells
mbl.is/Lyndah Wells
Flugvöllurinn er lokaður eins og sjá má og engin leið …
Flugvöllurinn er lokaður eins og sjá má og engin leið að komast af eyjunni nema í einkaflugvélum. mbl.is/Lyndah Wells
Íbúar standa þétt saman.
Íbúar standa þétt saman. mbl.is/Lyndah Wells
Íbúar Grand Bahama hafa þó ekki tapað gleðinni þótt hörmungar …
Íbúar Grand Bahama hafa þó ekki tapað gleðinni þótt hörmungar séu yfirvofandi. mbl.is/Lyndah Wells
Búast má við miklu vatnstjóni þar sem Dorina verður undan …
Búast má við miklu vatnstjóni þar sem Dorina verður undan suðurströnd eyjunnar töluvert lengi. mbl.is/Lyndah Wells
Menn virða hörðum höndum að undirbúningi.
Menn virða hörðum höndum að undirbúningi. mbl.is/Lyndah Wells
mbl.is/Lyndah Wells
Búið að loka.
Búið að loka. mbl.is/Lyndah Wells
mbl.is/Lyndah Wells
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert