Erfiðisvinnan hefur skilað sér

Mathew Fraser, fjórfaldur heimsmeistari í crossfit, hefur tekið ástfóstri við …
Mathew Fraser, fjórfaldur heimsmeistari í crossfit, hefur tekið ástfóstri við setninguna, „Erfiðisvinna skilar sér,“ og einkennir hún líf hans. Ljósmynd/Wikimedia

Þegar Mathew Fraser lenti í öðru sæti annað árið í röð á heimsleikunum í crossfit árið 2015 vissi hann ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Hann setti því niður lista yfir þá þætti sem hann vildi að einkenndu hann sem íþróttamann. Voru þetta einungis þættir sem hann gæti sjálfur haft stjórn á og einn þeirra var: „Erfiðisvinna skilar sér.“ („Hard work pays off.“)

Listann límdi Fraser á vegginn við rúmið heima hjá sér og las á hverjum morgni er hann undirbjó sig fyrir heimsleikana 2016. Þar sigraði hann með yfirburðum og í upphafi ágústmánaðar þessa árs vann hann leikana fjóra árið í röð. Erfiðisvinnan hefur skilað sér.

Fraser var efnilegur ólympískur lyftingamaður á yngri árum en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Hann kynntist þá crossfit-greininni og eftir aðeins eitt og hálft ár æfinga, árið 2014, var hann sá næstbesti í heimi. Sá besti, Rich Froning, hugðist leggja skóna á hilluna og hætta einstaklingskeppni svo ekkert var því að vanbúnaði að Fraser myndi sigra árið 2015.

En allt kom fyrir ekki. Fraser tók undirbúninginn, að eigin sögn, ekki nógu alvarlega. „Ég stytti mér leið,“ hefur hann látið hafa eftir sér. „Ég hélt ég gæti æft nógu mikið til að bæta upp fyrir slæmt mataræði.“

Ítarlega umfjöllun um Mathew Fraser má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert