Komnir með 3,6 milljarða í múrinn

Landamæramúr sem nú rís í nágrenni Tijuana í Mexíkó og …
Landamæramúr sem nú rís í nágrenni Tijuana í Mexíkó og Baja í Kaliforníu. AFP

Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í kvöld að búið væri að tryggja 3,6 milljarða bandaríkjadala sem nota átti í önnur verkefni til að reisa múrinn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill sjá rísa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós.

Sex vikum eftir að hafa fengið staðfestingu þingsins hefur varnarmálaráðherrann, Mike Esper, samþykkt notkun á fjármagni sem fara átti í 127 hernaðarverkefni innanlands sem utan, hefur AFP-fréttaveitan eftir Jonathan Hoffmann, talsmanni ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert