Fæddi tvíbura 73 ára gömul

Læknar tóku á móti stúlkunum í Andhra Pradesh í Indlandi …
Læknar tóku á móti stúlkunum í Andhra Pradesh í Indlandi í gær með keisaraskurði. Ljósmynd/Kaja Kristine Espenes

Mangayamma Yaramati fæddust tvíburastúlkur á dögunum, sem væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að nýbakaða móðirin er 73 ára gömul.

Læknar tóku á móti stúlkunum í Andhra Pradesh í Indlandi í gær, fimmtudag, með keisaraskurði, en þær voru getnar með tæknifrjóvgun. Móður og börnum heilsast vel, að sögn læknis þeirra, Uma Sancar, sem ræddi við BBC.

Yaramati og eiginmann hennar, hinn 82 ára gamla Sitarama Rajarao, hefur alltaf langað í börn en tilraunir þeirra ekki heppnast fyrr en nú.

Það vildi þó svo óheppilega til að Rajarao fékk heilablóðfall daginn eftir að dætur hans fæddust og liggur nú á sjúkrahúsi. „Það er ekkert í okkar höndum. Það sem á að gerast gerist. Allt er í höndum guðs,“ sagði Rajarao aðspurður hvað yrði um börnin ef eitthvað kæmi fyrir foreldrana í ljósi hás aldurs þeirra.

mbl.is