Bercow segir af sér

John Bercow.
John Bercow. AFP

John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, greindi frá því í dag að hann myndi segja af sér embætti í síðasta lagi 31. október, daginn sem fyrirhugað er að Bretland gangi úr Evrópusambandinu.

Bercow mun annaðhvort segja af sér þegar kosið verður næst eða 31. október. 

Bercow sagði á þingfundi í dag að tíu ára seta sín á forsetastóli neðri deildar þingsins væri senn á enda. Starfið hefði verið sér mikill heiður en hann hefði lofað fjölskyldu sinni þegar kosið var árið 2017 að það yrðu síðustu kosningarnar sínar í embætti.

Eiginkona hans, Sally, fylgdist með þegar Bercow ávarpaði neðri deild breska þingsins laust fyrir klukkan tvö í dag. 

Síðar í dag kemur í ljós hvort kosningar fari fram í Bretlandi fyrir 31. október, að tillögu Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands. Fyrri til­lögu þess efn­is var hafnað í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert