Kim fylgdist með eldflaugaskoti

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Leiðtogi Norður-Kór­eu, Kim Jong-un, fylgd­ist með til­rauna­skot­um nýrra gerða eldflauga fyrr í dag. Fram kemur á vef KCNA, ríkismiðils N-Kóreu, að tveimur skammdrægum eldflaugum hafi verið skotið á loft og þær hafi flogið um 330 kílómetra.

Stutt er síðan stjórnvöld í Pyongyang greindu frá því að þau væru fús til þess að eiga samræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin.

Samkvæmt frétt KCNA þykir Kim geta eldflauganna nú fullreynd. Þó hyggi hann á frekari tilraunir en fréttamiðlar í Suður-Kóreu greina frá því að um sé að ræða tíunda tilraunaskotið frá grönnum þeirra í norðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert