Hitti gest á hótelherbergi og fékk hjartaáfall

Maðurinn lést af völdum hjartaáfalls eftir að hafa tekið á …
Maðurinn lést af völdum hjartaáfalls eftir að hafa tekið á móti gesti á hótelherbergi sitt. Umræddur gestur var ekki eiginkona mannsins. mbl.is/Thinkstockphotos

Franskt fyrirtæki er skaðabótaskylt gagnvart fjölskyldu manns sem lést af völdum hjartaáfalls í vinnuferð. Málið er ekki alveg einfalt því maðurinn lést eftir samneyti með ókunnugri manneskju á hótelherbergi sínu í París árið 2013. BCC greinir frá

Dómstóll í Frakklandi komst að þeirri niðurstöðu að um vinnuslys hefði verið að ræða og því ætti fjölskylda mannsins rétt á skaðabótum. Maðurinn starfaði sem verkfræðingur hjá TSO, lestarþjónustufyrirtæki sem er skammt frá París.  

Fyrirtækið hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði ekki verið að sinna hefðbundnum vinnuskyldum sínum þegar hann tók á móti gesti sínum á hótelherberginu.

Dómstóllinn benti á að samkvæmt frönskum lögum væri starfsmaður tryggður gegn öllum þeim slysum sem hann gæti orðið fyrir í vinnuferðum, óháð aðstæðum. Í meðferð málsins fyrir dómi komu þau sjónarmið fram að kynlíf þætti alveg jafnsjálfsagður hlutur og „að borða og að skella sér í sturtu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert