Einn látinn eftir skotárás í Danmörku

Árásin átti sér stað í Ishöj, rétt vestan við Kaupmannahöfn.
Árásin átti sér stað í Ishöj, rétt vestan við Kaupmannahöfn. Kort/Google

Einn er látinn eftir skotárás í bænum Ishöj, rétt vestan við Kaupmannahöfn í Danmörku nú í kvöld. Lögreglan rannsakar málið sem upp­gjör í glæpa­heim­in­um. Auk þess sem er látinn særðist annar af skotsári. Þá særðist þriðji einstaklingurinn, en það voru þó ekki beinir skotáverkar, að því er danska lögreglan greinir frá.

Samkvæmt danska ríkisútvarpinu voru fullvopnaðir lögreglumenn á svæðinu eftir árásina. Þá sýndu myndir af vettvangi svarta bifreið með brotna rúðu og skotgöt á hliðinni bílstjóramegin. Einnig lá fjöldi skothylkja á jörðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert