Skotárás nálægt Kaupmannahöfn

Árásin átti sér stað í Ishöj, rétt vestan við Kaupmannahöfn.
Árásin átti sér stað í Ishöj, rétt vestan við Kaupmannahöfn. Kort/Google

Nokkrir eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir skotárás í bænum Ishöj, rétt vestan við Kaupmannahöfn í Danmörku nú í kvöld. Lögreglan í vesturhluta Kaupmannahafnarsvæðisins greinir frá málinu á Twitter.

Samkvæmt danska ríkisútvarpinu segir að fullvopnaðir lögreglumenn séu á svæðinu. Þá sýni myndir af vettvangi svarta bifreið með brotna rúðu og skotgöt á hliðinni bílstjóramegin. Einnig liggur fjöldi skothylkja á jörðinni.

Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu marga sakaði í skotárásinni.

Uppfært: Lögreglan rannsakar málið sem uppgjör í glæpaheiminum.

mbl.is