Hæstiréttur staðfesti dóm yfir njósnara

AFP

Hæstiréttur Rússlands staðfesti í dag 14 ára fangelsisdóm yfir Pólverja sem var dæmdur sekur um njósnir.

Í júní var Marian Radzajewski fundinn sekur um að hafa reynt að afla sér upplýsinga sem vörðuðu ríkisleyndarmál fyrir héraðsdómi í Moskvu. Um var að ræða upplýsingar tengdar S-300 loftvarnarkerfi Rússlands. Radzajewski var handtekinn þar sem hann var að reyna að afrita upplýsingarnar. 

Radzajewski er fæddur árið 1977 og var framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis í borg í norðausturhluta Póllands.

mbl.is