Húsgagnaflutningar notaðir til að svæfa fólk

Hugmyndina að baki streyminu er að deyfa þá sem hlusta ...
Hugmyndina að baki streyminu er að deyfa þá sem hlusta þannig að þeir falli í djúpan svefn mbl.is/Thinkstockphotos

Húsgagnaframleiðandinn IKEA hefur nú sent frá sér óvenjulega nýjung, 14 sólarhringa langt streymi á YouTube undir heitinu The Sleep Ship, sem flokka má með svo nefndu „slow TV“ efni.

Ástralski vefurinn Highsnobiety greinir frá þessu og segir streymið vera hluta af herferð sem á að auðvelda Áströlum að sofa betur.The Sleep Ship, eða svefnskipið“ er 336 klukkustunda langt streymi þar sem fylgt er eftir flutningi á IKEA-vörum með skipi til Ástralíu. Á sama tíma og stefni skipsins klýfur öldurnar lesa tveir sænskir starfsmenn IKEA, þau Kent og Sara, upp nöfn á vörum sem má finna í vörulista IKEA fyrir næsta ár. Lesturinn hófst með upptalningu á svefnherbergismunum og mun ljúka með upptalningu á baðherbergismunum.

Segir Highsnobiety hugmyndina að baki myndbandinu vera þá að deyfa þá sem hlusta þannig að þeir falli í djúpan svefn, en streymið byggist á svefnhlaðvarpi IKEA sem er byggt á frásögn úr húsgagnavörulista IKEA.

mbl.is