Lét Boris Johnson heyra það

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. Vel …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. Vel fór á með þeim fyrir fundinn í Lúxemborg í dag en eftir hann hætti Johnson við að tala á blaðamannafundi ráðherranna vegna mótmæla. Bettel nýtti tækifærið og lét Johnson heyra það. AFP

„Nú er það undir herra Johnson komið,“ sagði Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, á blaðamannafundi eftir fund hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamanni ESB gagnvart Bretlandi, í dag þar sem viðræður á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um fyr­ir­hugaða út­göngu Breta úr sam­band­inu fóru fram. 

Johnson var hins vegar hvergi sjáanlegur á blaðamannafundinum og stóð enginn fyrir aftan ræðupúltið ætlað honum. Johnson sagði síðar að hann hefði ekki getað gert Bettel að sækja blaðamannafundinn vegna mótmælendanna. 

 

 

Bettel nýtti hins vegar tækifærið og lét Johnson heyra það, á annan hátt þó en mótmælendur. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á framtíð allra breskra borgara. Ekki kæmi til greina að veita Bretum aukinn frest til útgöngu nema það þjóniaði sérstökum tilgangi. 

Johnson sagði eftir fundinn að góðir möguleikar væru á samningi en leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram. 

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina