Þingkosningar í Ísrael

Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag en í annað skipti á fimm mánuðum en forsætisráðherra landsins, Benjamin Netanyahu, mistókst að mynda stjórnarmeirihluta í maí. 

Netanyahu kaus af þeim sökum að boða til annarra kosninga, en slíkt er fordæmalaust í Ísrael. Síðustu kosningar voru í apríl og sigruðu Netanyahu og hægrisinnaðir bandamenn hans í þeim.

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan 7 að staðartíma, klukkan 4 að íslenskum tíma, og verður þeim lokað klukkan 10 í kvöld. Margir kjósendur telja að tími sé kominn á breytingar en enginn hefur setið jafn lengi á stól forsætisráðherra Ísrael og Netanyahu. Hann hefur ítrekað verið sakaður um spillingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert