Ákærðir fyrir að myrða lögreglumann

Atvikið mun hafa átt sér stað á þessum gatnamótum, samkvæmt …
Atvikið mun hafa átt sér stað á þessum gatnamótum, samkvæmt BBC. Ljósmynd/Google

Þrír táningar hafa verið ákærðir fyrir morð á breskum lögreglumanni. Lög­reglumaður­inn, Andrew Harper, var myrtur 15. ágúst á vettvangi innbrots í þorpinu Sul­ham­stead, nærri borg­inni Rea­ding.

Samkvæmt tilkynningu frá saksóknara kemur fram að þrír piltar, einn 18 ára og tveir 17 ára, hafi verið ákærðir fyrir morð og tilraun til að stela fjórhjóli. Fjórði pilturinn, 21 árs, er einungis ákærður fyrir vægari glæpinn.

Piltarnir þrír verða leiddir fyrir dómara í Reading á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert