Báðir flokkar með 32 þingsæti

Flokkar forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og hans helsta andstæðings, Benny Gantz, eru hnífjafnir þegar búið er að telja rúmlega 90% atkvæða. Þetta kemur fram í fréttum ísraelskra fjölmiðla.

Likud, flokkur Netanyahu, og Bláhvíta hreyfingin, flokkur Gantz, fá 32 sæti í þinginu hvor flokkur, samkvæmt því. Alls eru 120 þingsæti á ísraelska þinginu. 

mbl.is