„Ég veit að þið eruð að reyna en bara ekki nógu mikið. Sorrí.“

„Ekki bjóða okkur hingað bara til að segja okkur hversu …
„Ekki bjóða okkur hingað bara til að segja okkur hversu hvetjandi við séum án þess að gera neitt í því.“ AFP

„Ég veit að þið eruð að reyna en bara ekki nógu mikið. Sorrí.“

Þetta var það sem hin 16 ára gamla Greta Thunberg hafði að segja við bandaríska þingmenn á fundi hennar með loftslagsráði öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Þá bað hún áheyrendur sína vinsamlegast að spara lofið. „Ekki bjóða okkur hingað bara til að segja okkur hversu hvetjandi við séum án þess að gera neitt í því.“

Hin sænska Thunberg var meðal nokkurra ungra loftslagsaðgerðasinna sem fékk að ávarpa loftslagsráðið í undanfara alheimsskólaverkfalls fyrir loftslagið á föstudag og fyrstu loftslagsráðstefnu æskunnar hjá Sameinuðu þjóðunum á laugardag. Þá hefst loftslagsráðstefna SÞ á mánudag.

Öldungadeildarþingmaðurinn Ed Markey, sem fer fyrir loftslagsráðinu, hunsaði þó beiðni Thunberg og kallaði hana „ofurafl“.

Frétt BBC

mbl.is