Fleiri en hundrað nauðganir daglega

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. AFP

Cyr­il Ramap­hosa, for­seti Suður-Afr­íku, segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi í landinu. Ramap­hosa að segir tölur um konur og börn sem eru myrtar vegna kyndbundis ofbeldis séu svipaðar og í stríðshrjáðum löndum.

Fram kemur í frétt BBC að karlar hafi myrt 2.700 konur og þúsund börn í fyrra. Auk þess var tilkynnt um að minnsta kosti hundrað nauðganir daglega.

„Það er svart ský yfir landinu okkar,“ sagði Ramaphosa. Hann bætti því við að konur væru á fáum stöðum óöruggari en í S-Afríku.

Ríkisstjórn landsins ætlar að leggja til jafnvirði 75 milljóna bandaríkjadala til að reyna að stemma stigu við ofbeldinu. Morðtíðnin hefur aukist jafnt og þétt undanfarinn áratug og nauðgunarmálum hefur sömuleiðis fjölgað.

mbl.is