Handtekinn vegna sprengingar við skattstofuna

Töluverðar skemdir urðu á anddyri skattstofunnar í sprengingunni.
Töluverðar skemdir urðu á anddyri skattstofunnar í sprengingunni. AFP

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær 23 ára karlmann sem var eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem varð við aðalskrifstofu dönsku skattstofunnar í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Þrír menn höfðu áður verið handteknir á Skáni í Suður-Svíþjóð, grunaðir um aðild að árásinni.

Sá fjórði, sem grunaður var um verknaðinn, var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í gær er hann var tekinn á Kastrup-flugvellinum í Kaupmannahöfn, að því er danska ríkisútvarpið DR greinir frá.

Maðurinn verður færður fyrir dómara nú fyrir hádegi og farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.

„Þetta er mjög alvarlegt mál og þess vegna þurfum við að hefja samstundis ítarlega rannsókn,“ hefur DR eftir Brian Belling, yfirmanni glæpadeildar Kaupmannahafnarlögreglunnar.

Sprengingin var sérlega öflug og sprakk aðeins 60 senti­metra frá inn­gangi skatt­stof­unn­ar. Tveir voru í hús­inu en þeim varð ekki meint af, en einn maður sem var stadd­ur nærri Nor­d­havn-lest­ar­stöðinni fékk þó í sig flís­ar og brot vegna spreng­ing­ar­inn­ar og þurfti að leita sér aðhlynn­ing­ar á slysa­deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert