Brotlenti herþotu og hafnaði á háspennulínu

Tveir flugmenn voru um borð í vélinni og köstuðu þeir …
Tveir flugmenn voru um borð í vélinni og köstuðu þeir sér frá borði þegar ljóst að vélin myndi brotlenda. Annar flugmannanna hafnaði á háspennulínu. Ljósmynd/Twitter

Belgísk F16-herþota brotlenti í norðvesturhluta Frakklands í dag. Tveir flugmenn voru um borð í vélinni og köstuðu þeir sér báðir út úr vélinna þegar ljóst var í hvað stefndi. Annar þeirra hafnaði á 250 þúsund volta háspennulínu. Honum var komið til bjargar og sluppu báðir flugmennirnir ómeiddir. 

Franski fjölmiðillinn Le Télégramme birti mynd sem sýnir fallhlíf dangla í háspennulínu í grennd við stærðarinnar háspennumastur. 

Engin vopn voru um borg í vélinni að sögn yfirvalda.


Belgísk F16-herþota brotlenti í norðvesturhluta Frakklands í dag. Mynd úr …
Belgísk F16-herþota brotlenti í norðvesturhluta Frakklands í dag. Mynd úr safni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert