Handtóku raðmorðingja sem myrti átta konur

Lögreglan og yfirvöld eru sökuðu um að tryggja ekki öryggi …
Lögreglan og yfirvöld eru sökuðu um að tryggja ekki öryggi kvenna. AFP

Lögreglan í Nígeríu handtók raðmorðingja sem er talinn hafa myrt að minnsta kosti átta konur. Hann lokkaði þær inn á hótel og myrti þær þar. Konurnar eru sagðar hafa unnið fyrir sér með vændi. Maðurinn var handtekinn í suðurhluta í borginni Port Harcourt í Nígeríu í dag. Skömmu seinna var annar maður handtekinn, grunaður um aðild að verknaðinum.  

Morðin hafa vakið gríðarlega mikla athygli og fóru mótmæli fram víða um borgina í síðasta mánuði. Þar sem lögreglan og yfirvöld eru sökuð um að standa ekki vörð um öryggi kvenna. Ummæli lögreglunnar um að konur ættu að hætta að stunda vændi til að verða ekki möguleg fórnarlömb voru eins og olía á eld mótmælenda. 

„Raðmorðinginn byrlaði konunum eitur og kyrkti þær,“ sagði Mustapha Dandaura lögregluforingi. Lögreglan birti myndskeið af manninum, Gracious David West, þar sem hann játar verknaðinn. Hann hefur jafnframt verið samvinnuþýður við lögreglu. Hann er sagður tilheyra tilteknum trúarhópi og framdi morðin í trúarlegum tilgangi. Þegar hann hafði myrt þær vafði hann hvít klæði yfir háls og mjaðmir fórnarlamba sinna.

Á morgun verður haldinn blaðamannafundund þar sem farið verður nánar yfir málið. Vændi er bannað samkvæmt lögum í Nígeríu. Lögreglan hefur krafist þess að hóteleigendur banni að stundað sé vændi á hótelum sínum og hefur skikkað þá að setja upp öryggismyndavélar ellegar eiga þeir hættu á að hótelunum verði lokað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert