Ósætti í höllinni vegna ummæla Camerons

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing og David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing og David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ummæli Davids Camerons, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins, þess efnis að hann hafi leitað aðstoðar drottningarinnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Skotlands árið 2014 hafa valdið óánægju í Buckingham-höll.

Frá þessu er greint í frétt BBC.

Cameron sagði í samtali við BBC að hann hefði spurt Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu hvort hún yrði hissa eða ósátt vegna möguleikans á því að Skotland myndi kjósa um sjálfstæði.

Drottningin sagði síðar að fólk ætti að „huga vandlega að framtíðinni“.

Talsmaður Buckingham-hallar hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Camerons.

Cameron tjáði sig um samskipti sín og drottningarinnar í nýrri heimildarmynd þar sem hann ræðir tíma sinn sem forsætisráðherra.

Heimildamaður BBC innan konungsfjölskyldunnar segir að það sé ekki hagur neins að samtöl milli forsætisráðherra og drottningar séu gerð opinber. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert