Borgarstjóri New York hættir við

Bill de Blasio verður ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna á næsta …
Bill de Blasio verður ekki kjörinn forseti Bandaríkjanna á næsta ári. AFP

Bill de Blas­io, borg­ar­stjóri í New York, greindi frá því fyrir skömmu að hann væri hættur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum sem fara fram á næsta ári.

„Þetta er greinilega ekki minn tími,“ sagði de Blasio í samtali við MSNBC. Hann sagðist hafa lagt sig allan fram í baráttunni.

Hann ætlaði þess í stað að einbeita sér að vinnu sinni sem borgarstjóri í New York, þar sem hann mundi reyna að bæta hag verkafólks.

Borgarstjórinn fékk ekki pláss í kappræðum Demókrata og mældist fylgi hans lítið sem ekkert í skoðanakönnunum. 

Nítján eru í framboði í forvaldi Demókrataflokksins. Joe Biden, Bernie Sanders og Elizabeth Warren hafa mælst með langmest fylgi þeirra.

mbl.is