Einn látinn í skotárás í Washington

Skotárásin átti sér stað í Columbia Heights, um þrjá kílómetra …
Skotárásin átti sér stað í Columbia Heights, um þrjá kílómetra frá Hvíta húsinu. Árásarmaðurinn er ófundinn. Ljósmynd/Twitter

Einn er látinn og að minnsta kosti fimm særðir eftir skotárás í Columbia Heights, ekki langt frá Hvíta húsinu, í Washington D.C. í gærkvöld. 

Árásarmaðurinn er ófundinn og hefur lögregla girt af stórt svæði umhverfis vettvang árásarinnar og eru fjölmargir lögreglumenn að störfum á svæðinu. „Rannsóknarlögreglumenn ræða við vitni og skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum,“ segir Stuart Emerman yfirlögregluþjónn í samtali við Reuters-fréttastofuna.   

Tveir hinna særðu hlutu alvarleg meiðsl en hinir eru minna særðir. Enginn er talinn í lífshættu. Washington Post greinir frá því að lögregla leiti tveggja vopnaðra manna sem vitni sáu aka frá vettvangi.mbl.is