Hitinn hefur aldrei mælst hærri

Jöklar halda áfram að birta.
Jöklar halda áfram að birta. AFP

Hitastigið á jörðu er nú talið vera 1,1 gráðu hærra en það var árið 1850 og 0,2 gráðum hærra en árin 2011 til 2015. Meðalhiti á jörðinni síðustu fimm ár var meiri en á nokkru öðru fimm ára tímabili frá því skráning hófst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vísindamanna sem var gerð að beiðni Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í New York sem hefst á morgun. 

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, segir heimsbyggðina vera að „tapa í baráttunni“ gegn loftslagsvánni í ljósi þessara niðurstaðna. Bilið heldur áfram að breikka í stað þess að minnka því þær aðgerðir sem þarf að grípa til og þær sem hefur verið hrint í framkvæmd eru ekki nægar.   

Draga verður stórkostlega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í fyrra jókst losunin um 2% og engin teikn eru á lofti um að slíkt haldi ekki áfram sem horfir. 

Sjávarstaða heldur áfram að hækka með afdrifaríkum afleiðingum fyrir landsvæði eins og Bahamaeyjar og Mósambík því fellibyljir verða kraftmeiri með hækkandi sjávarstöðu. Jöklar halda áfram að bráðna og hverfa, mun hraðar en fyrri spár vísindamanna gerðu ráð fyrir. 

Um 60 þjóðarleiðtogar heims koma saman á ráðstefnunni á morgun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert