Tekinn með sjö kíló af amfetamíni

Maðurinn var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Nýju Delí eftir að …
Maðurinn var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Nýju Delí eftir að sjö kíló af amfetamíni fundust í fölskum botni í ferðatösku hans. Mynd úr safni. AFP

Ástralskur karlmaður var handtekinn á flugvellinum í Nýju Delí á Indlandi eftir að hafa reynt að smygla sjö kílóum af amfetamíni um borð í vél til Melbourne. 

Mohamed Umar Turay átti bókað flug til Melbourne frá Indira Gandhi-alþjóðaflugvellinum. Efnin fundust í fölskum botni í ferðatösku mannsins. Öryggisvörður á flugvellinum veitti því athygli að maðurinn hegðaði sér grunsamlega, að hans mati, og því var leitað á honum. 

Talið er að andvirði efnanna nemi 2,9 milljónum dollara, jafnvirði um 360 milljóna króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert